Misjafnt gengi í fyrsta leik dagsins

sunnudagur, 19. júní 2022

Það var misjafnt gengi hjá íslensku liðunum í 1. leik dagsins.

Í opna flokknum gerði Ísland jafntefli við Króatíu og fékk 10,31 vinningsstig. Er liðið í 23. sæti.

Í senior flokkunum vann Ísland stórsigur á Skotland 39-7 í impum sem gerir 17,03 vinningsstig. Er liðið í 11.sæti og er hið mikilvæga 8.sæti sem gefur sæti á HM innan seilingar.

Í kvennaflokk náði Ísland ekki að fylgja eftir góðum úrslitum í gær. Andstæðingurinn var England sem vann Ísland með 40-18 í impum sem gerir 4,62 vinningsstig til Íslands. Er liðið í 15.sæti.

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson