VEL HEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐ

fimmtudagur, 12. maí 2022

Glæsileg árshátíð kvenna var um síðustu helgi, en árshátíð kvenna er haldin hátíðlega á hverju ári. Eins og vanalega var aðsóknin góð, 32 pör mættu til leiks. Árshátíðin glæsilega var haldin á Hótel Íslandi. Að venju var snæddur góður matur og tvímenningur var haldinn. Sigurinn í þeim tvímenningi kom í hlut landsliðsparsins, Maríu Haraldsdóttur Bender og Harpar Faldar Ingólfsdóttur sem skoruðu 61,67% að meðaltali í spili. Annað sætið kom í hlut Guðrúnar Jörgensen og „Aðalheiðar Jörgensen“ (Aðalsteinn Jörgensen) sem komu rétt á hæla þeirra með 61,48% skori. Mjög skammt á eftir þeim voru Svala Pálsdóttir og Dagbjört Hannesdóttir með 61,30% skor. Vinsælt var að Kristján B. Snorrason skemmti gestum með nikkuleik, eins og oft áður. Augljóst var að konurnar skemmtu sér vel á þessu glæsilega kvöldi. Sumarbridge Bridgesambands Íslands á höfuðborgarsvæðinu hófst miðvikudagskvöldið 11. maí. Aðsókn var góð, 24 pör mættu til leiks og búast má við góðri aðsókn áfram.