Bridge á netinu - kynning

þriðjudagur, 18. janúar 2022

Á meðan við erum ekki að geta hist og spilað að neinu ráði ætlum við að vera með kynningar á bridge forritum á netinu. Það eru fjölmörg og ólík forrit sem er verið að nota. Ætlum við að vera með kynningu einu sinni í viku næstu vikur og tökum þá eitt forrit fyrir.

Á morgun miðvikudag klukkan 20 ætlar Ómar Olgeirs að kynna Funbridge á Teams og fara yfir helstu virkni. Linkurinn á kynninguna er Click here to join the meeting og allir að sjálfsögðu velkomnir.

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson