Bridge á netinu - kynning

þriðjudagur, 18. janúar 2022

Á meðan við erum ekki að geta hist og spilað að neinu ráði ætlum við að vera með kynningar á bridge forritum á netinu. Það eru fjölmörg og ólík forrit sem er verið að nota. Ætlum við að vera með kynningu einu sinni í viku næstu vikur og tökum þá eitt forrit fyrir.

Á morgun miðvikudag klukkan 20 ætlar Ómar Olgeirs að kynna Funbridge á Teams og fara yfir helstu virkni. Linkurinn á kynninguna er Click here to join the meeting og allir að sjálfsögðu velkomnir.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar