Kennsla fyrir unga fólkið
föstudagur, 4. september 2020
Bridssambandið ætlar að taka upp að nýju bridskennslu fyrir
krakka á aldrinum 9-14 ára.
Tíminn verður frá 12:00 til 14:00 á laugardögum. Fyrsti tíminn
verður laugardaginn 12. sept.
Þeir sem eiga börn eða barnabörn sem eru áhugasöm, látið þau vita
um þetta.
Það er líka gott að fá fullorðna til að mæta með börnunum
sínum.
Áhugasamir hafi samband við Guðnýju Guðjónsdóttur í síma 8642112
eða með skilaboðum á fb