Kvennalandslið valið
fimmtudagur, 2. apríl 2020
Landsliðsnefnd hefur valið eftirtalin pör í kvennalandliðið til
að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu á Madeira um miðjan
júni, allar líkur eru þó á að mótinu verði frestað til
haustsins.
Ákvörðun um það liggur fyrir um miðjan apríl, þessar skipa
liðið:
María Haraldsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Anna G. Nielsen, Helga H.
Sturlaugsdóttir,
Svala Pálsdóttir og Inda Hrönn Björnsdóttir