Spjallið á bridge.is

þriðjudagur, 12. mars 2013

  Á stjórnarfundi Bridgesambandsins 7. mars s.l. var rætt um þau leiðindi sem skapast hafa einstöku sinnum á spjallinu vegna ummæla ákveðinna aðila. Samþykkt var að framvegis hefði framkvæmdastjóri og stjórn ein heimild til að opna eða loka á spjallverja. Auðvitað er vonast til þess að ekki komi til þess að útiloka þurfi nokkurn mann frá spjallinu. Stjórnin beinir þeim tilmælum til allra sem taka þátt í umræðu á spjallinu að vanda orðaval, vera kurteisir og málefnalegir og forðast allar persónulegar ávirðingar og framvegis verða spjallverjar að koma fram undir fullu nafni. Stórnin telur að spjallið gegni veigamiklu hlutverki til að skapa skemmtilegar og fræðandi umræður um bridge. Menn þurfa ekki að vera sammála en fyrir alla muni ekki gera lítið úr skoðunum annarra. Við ætlum að lyfta umræðunni á hærra plan.

Jafet S. Ólafsson, forseti BSÍ

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar