Frá Dublin

sunnudagur, 24. júní 2012

Sjö sigrar í röð og það allir sannfærandi hljóta að teljast góð úrslit. Íslenska liðið spilaði frá bærlega á loka kaflanaum sterkar þjóðir eins og Svíar og Norðmenn lagðir af velli. En eins og oft stóra efið, ef þetta hefði komið fyrr hefðum við lent í topp sætunum. Niðurstaðan er 13 sætið sem er ekki það sem að var stefnt, við sjáum að við getum gert betur. Þessi góði sprettur Íslands vakti verulega athygli á mótinu, liðið spilaði þá eins og sá sem valdið hefur. Monaco varð meistari með sitt aðkeypta lið í kringum Zimmerman, Hollendingar tóku góðan endasprett og urðu í örðu sæti rétt á undan Ítölum. I Dublin er enn þungskýjað og gengur á með skúrum. Þetta er lokapistillinn, á morgun verður haldið heim á leið þar sem veðrið hefur verið nokkuð betra.
Með kveðju, Jafet forseti BSÍ

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar