Landsliðsmál
Undirbúningur landsliðsins
Undirbúningur fyrir Evrópumótið og Olympiumótið er í fullum gangi. Á æfingamót í Bonn verða send tvö pör um miðjan maí, þá hefur verið ákveðið að halda 6 para æfingamót í húsnæði Bridgesambandsins helgina 2 og 3 júní. Auk landsliðsins sem fer á Evrópumótið og þess hluta sem fer á Olympíumótið verður 3 pörum boðið á æfingamótið, en það eru: Sverrir/Steinar, Ragnar/Ómar og Sveinn/Júlíus. Nú þegar hafa verið valin 2 pör úr Evrópuliðinu til að spila líka á Olympíumótinu í ágúst, Aðalsteinn/Bjarni og Magnús/Þröstur. Þriðja parið á Olympíumótið verður valið fyrir 15.júni, sem er sá frestur sem gefinn er af alþjóða bridgesambandinu til að senda inn nöfn keppenda.
(Jafet S. Ólafsson, forseti BSI)