Landsliðsmál

mánudagur, 7. maí 2012

Undirbúningur landsliðsins

Undirbúningur fyrir Evrópumótið og Olympiumótið er í fullum gangi. Á æfingamót í Bonn verða send tvö pör um miðjan maí, þá hefur verið ákveðið að halda 6 para æfingamót í húsnæði Bridgesambandsins  helgina  2 og 3 júní.   Auk landsliðsins sem fer á Evrópumótið og þess hluta sem fer á Olympíumótið  verður 3 pörum boðið á æfingamótið, en það eru: Sverrir/Steinar, Ragnar/Ómar og Sveinn/Júlíus.     Nú þegar hafa  verið valin 2 pör úr Evrópuliðinu  til að spila líka á Olympíumótinu í ágúst,  Aðalsteinn/Bjarni og Magnús/Þröstur.   Þriðja parið á Olympíumótið verður valið fyrir 15.júni, sem er sá frestur sem gefinn er af alþjóða bridgesambandinu til að senda inn nöfn keppenda. 

 (Jafet S. Ólafsson, forseti BSI)

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar