Fréttir af landsliðsmálum í opna flokknum

mánudagur, 23. apríl 2012

Breytingar á landsliðshópi

Vegna persónulegra ástæðan, þá hefur Sigurbjörn Haraldsson orðið að draga sig útúr landsliðshópnum, sem keppa átti á Evrópumótinu í lok júní. Einnig verður sú breyting að Ragnar Hermannsson getur ekki tekið að sér að vera fyrirliði Olympíulandsliðsins. Björn Eysteinsson hefur haft vega og vanda að landsliðsmálum, í samvinnu við stjórn Bridgesambandsins og landsliðsnefnd hefur eftirfarandi verið ákveðið.

Þröstur Ingimarsson kemur inn í landsliðshópinn sem makker með Magnúsi Magnússyni, þeir þekkjast vel, spiluðu saman í landsliðinu hér á árum áður með góðum árangri. Sveinn Eiríksson verður fyrirliði fyrir Olympíuliðið og mun hann ásamt Birni og landsliðsnefnd velja landsliðið sem keppir á Olympíuleikunum (Mind Games), stefnt er að því að það val liggi fyrir um miðjan maí.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar