Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

Geiðsla fyrir 1.umferð kr.8000

kt: 480169-4769 banki: 115-26-5431

Landsliðshópur í Opnum flokki og Kvennaflokki 2011

föstudagur, 17. september 2010

 Landsliðsnefnd veturinn 2010-2011 óskar eftir umsóknum frá pörum sem hafa áhuga að mynda landsliðshóp í opnum flokki og kvennaflokki.
Framtíðarsýn landsliðsnefndar er að vera ávallt með 6-8 pör í reglulegum æfingum allt árið en ef eftirspurn verður mikil gæti nefndin þurft að tvískipta starfinu í hvorum flokki fyrir sig.
Óskað er eftir pörum sem hafa áhuga á að spila í landsliði eða landsliðsverkefnum og uppfylla meðal annars eftirfarandi:
Hafa áhuga og metnað að spila fyrir Ísland á bridgemótum
Geta æft/unnið/spilað reglulega sem par. Innifalið í því gæti verið
Sækja fyrirlestra og leysa verkefni
Æfingar , t.d. í húsnæði BSÍ eða á netinu.
Spilamennska, t.d. í húsnæði BSÍ eða á netinu.
Vinna með einkaþjálfara/þjálfurum
Geta sett landsliðsstarfsemi í forgang og leyst þau verkefni sem þau fá í hendurnar
Spilarar þurfa að vera tilbúnir að aðrir fari yfir spilin þeirra .
Landsliðsnefnd ætlar að bjóða upp á metnaðarfullt og árangursríkt æfingaprógram í báðum flokkum í vetur. Reynt verður að fjölga verkefnum í hvorum flokki, en það ræðst af fjárhagsstöðu BSÍ og landsliðsnefndar.
Þau pör sem koma til með að skipa landsliðshópinn þurfa að vera tilbúinn
í verkefni fram að 1. september 2011.  Ákvörðun um tímasetningar,
gjaldtöku og mögulega flokkaskiptingu verður ákveðin og gefin út eftir að þátttaka liggur fyrir.

Tekið verður við umsóknum til föstudagsins 24. september á skrifstofu BSÍ.