Boðsmót á herragarði í Onstein

fimmtudagur, 20. maí 2010

Landsliðið í opna flokki hélt til Hollands í morgun á boðsmót í Onstein.
Fullt af góðum spilurum ásamt okkar mönnum verða á staðnum m.a. Zia, ítalarnir Nunes og Fantoni o.fl.
Hægt verður að fylgjast með á bridge.nl
og einnig verður sýnt frá leikjum á BBO
Þeir sem eru í opna flokknum eru þeir, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson,
Júlíus Sigurjónsson, Þröstur Ingimarsson, Sigurbjörn Haraldsson og  Magnús Magnússon

 Íslenska liðið spilaði 2x 16 spila leiki á 3 borðum við Hollenska landsliðið.  Fyrstu 16 spilin voru Magnús og Sigurbjörn á tvöfalda borðinu og unnu þeir 21-18 með Jóni og Þorláki en töpuðu 17-68 með Júlíusi og Þresti.
Júlíus og Þröstur voru næst á tvöfalda borðinu og töpuðu þeir 11-16 með Magnúsi og Sigurbirni og 6-27 með Jóni og Þorláki.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar