Keppnisstjóranámskeið Evrópusambandsins í bridge 2010

sunnudagur, 7. febrúar 2010

Vigfús Pálsson og Sveinn Rúnar Eiríksson voru á keppnisstjóranámskeiði hjá Evrópusambandinu í bridge dagana 1. febrúar til 5. febrúar. Þarna voru staddir 100 af bestu keppnisstjórum í Evrópu og voru 86 látnir þreyta próf til að fá gráðu til að geta stjórnað á Evrópu og/eða Heimsmeistaramótum.

Sveinn Rúnar náði að skella sér í topp 10 með góðu lokaprófi og fær núna gráðuna: "NBO International  TD" hjá Evrópusambandinu sem gefur honum áðurnefnd réttindi.

Vigfús endaði um miðju þátttakenda og kemur heim reynslunni ríkari og betur í stakk búinn til að bæði miðla af reynslu sinni og stjórna bridgemótum á Íslandi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar