Íslandsmót yngri spilara - Norðurlandamót yngri spilara

þriðjudagur, 31. mars 2009

Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni fór fram síðasta laugardag með þátttöku tveggja sveita, landsliðs Íslands í yngri en 25 ára flokki og 20 ára flokki. Eldra liðið vann en í því spiluðu Grímur Kristinsson, Guðjón Hauksson, Gabríel Gíslason og Jóhann Sigurðarson.
Í öðru sæti urðu Davíð Örn Símonarson, Ólafur Hrafn Steinarsson, Fjölnir Jónsson og Ingólfur P. Matthíasson. Til hamingju!

Minnt er á Norðurlandamót yngri spilara sem verður haldið hér á Íslandi um páskana,
sjá heimasíðu mótsins hér





Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni og tvímenning verður haldið 4 og 5 apríl n.k.
Fyrri daginn verður sveitakeppnin og þann síðari tvímenningur.
Þeir spilarar sem þurfa að fara um langan veg eða meira en 100 km  verða styrktir af BSÍ.´
Engin keppnisgjöld eru innheimt, við hvetjum því alla yngri spilara til að koma og vera með.
Skráning er hafin og hægt er að skrá sig í síma 587-9360 og á bridge@bridge.is 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar