Íslandsmót kvenna í tvímenningi 2008
Erla Sigurjónsdóttir og Dóra Axelsdóttir unnu glæsilegan og
öruggan sigur á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi. Þau leiðu mistök
gerðust hjá keppnisstjóra að hann víxlaði skráningu borða (6 og 7)
í síðustu umferð og breytir það nokkuð niðurröðun efstu sæta. Eftir
sem áður var sigur Erlu og Dóru næsta öruggur, en Alda Guðnadóttir
og Hrafnhildur Skúladóttir hækkuðu um 9 stig og náðu með því öðru
sæti, en Arngunnur Jónsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir höfnuðu í
þriðja sæti (í stað annars sætis sem tilkynnt var í lok móts).
Harpa Fold Ingólfsdóttir og Brynja Dýrborgardóttir, sem fengu
verðlaunin fyrir þriðja sætið, duttu við þessa leiðréttingu niður í
fjórða sætið. Eru viðkomandi beðnir afsökunar á þessari
leiðréttingu á skor.
Sjá lokastöðu og úrslit
hér
3.Brynja Dýrborgardóttir-Harpa Fold Ingólfsdóttir, 1.Dóra
Axelsdóttir-Erla Sigurjónsdóttir,
2. Arngunnur Jónsdóttir-Guðrún Jóhannesdóttir