Icelandexpressdeildin
miðvikudagur, 24. september 2008
Hin vinsæla Deildakeppni, Icelandexpressdeidlin verður í ár spiluð 25. og 26.október og 15.og 16.nóvember eins og á síðasta ári verður spilað í tveim deildum. Keppnisgjald verður 28.000 krónur á sveit, Spilað verður frá klukkan 11:00 á laugardag og frá klukkan 10:00 á sunnudag. Spilarar eru hvattir til þess að vera með í þessari skemmtilegu keppni og vonast BSÍ eftir góðri þátttöku. Núverandi sigurvegari fyrstu deildar er sveit Karls Sigurhjartar. Skráning í keppnina er á vef BSÍ, bridge.is eða í síma BSÍ 587 9360.