Bridgefélag Siglufjarðar heldur veglegt afmælismót á Siglufirði dagana 1. og 2. nóvember n.k. Hér má sjá dagskrá mótsins.
Hin vinsæla Deildakeppni, Icelandexpressdeidlin verður í ár spiluð 25. og 26.október og 15.og 16.nóvember eins og á síðasta ári verður spilað í tveim deildum.
3ja kvölda hausttvímenningur Bridgfélags Kópavogs hefst á fimmtudaginn; 25.september.
Lokamót Sumarbridge 2008 fór fram þann 6. sept. 25 pör mættu til leiks og má sjá öll úrslit undir linknum Sumarbridge 2008. Helstu úrslit urðu þau að Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson unnu, aðrir urðu Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson og þriðju Hermann Friðriksson og Jón Ingþórsson.
Það var dregið í undanúrslitum Bikarkeppni 2008 á spilakvöldi Sumarbridge. Sveitirnar sem drógust saman eru: Breki jarðverk - VÍS Grant Thornton - Eykt Undanúrslitin fara fram laugardaginn 13. september og verða spiluð 48 spil.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar