fimmtudagur, 5. júní 2008
Sumarbridge: 30 pör mættu til leiks 4. júní!!
Það var mikið fjör í Sumarbridge miðvikudaginn 4. júní. Þegar skráningu lauk, höfðu 30 pör skráð sig og var mikið af nýjum spilurum sem var sérstakt gleðiefni fyrir Íslensku bridge-hreyfinguna!
Það hefur sjaldan verið jafn gaman að detta inn í eitt kvöld í Sumarbridge því allir voru brosandi og ánægðir hvort sem að spilmennskan gekk upp eða ekki!
Bestum árangri náðu Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Kristinsson með 62,1% skor.