Kjördæmamót 2008: Glæsilegur sigur Vesturlands!!
sunnudagur, 18. maí 2008
Lið Vesturlands nýtti sér heimavöllinn til hins ítrasta og vann Kjördæmamótið í fyrsta skipti!
Þeir tóku forystuna strax á degi 2 og héldu henni til loka. Vesturland og Norðurland Eystra áttust við í næst-síðustu umferð. Úr varð stórmeistarajafntefli og fyrir síðustu umferð var Vesturland með 5 stiga forystu. Þeir spiluðu við Vestfirði á meðan Norðurland eystra þurfti að glíma við Reykjavík. Norðurland eystra vann góðan sigur á Reykjavík en Vesturland stóð sig enn betur á móti Vestfjörðum!
Til hamingju Vesturland