60 ára afmæli
þriðjudagur, 22. apríl 2008
Bridgesamband Íslands er 60 ára laugardaginn 26.apríl n.k.
Í því tilefni verður spilaður tvímenningur samhliða úrslitunum í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum laugardaginn 26.apríl og hefst hann kl. 13:30, spilað er um gullstig og verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu 3 sætin. Að lokinni spilamennsku á laugardaginn verður boðið upp á léttar afmælisveitingar. Hvetjum fólk til að mæta og fagna afmæli Bridgesambands Íslands