60 ára afmæli

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Bridgesamband Íslands er 60 ára laugardaginn 26.apríl n.k.
Í því tilefni verður spilaður tvímenningur samhliða úrslitunum í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum laugardaginn 26.apríl og hefst hann kl. 13:30, spilað er um gullstig og verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu 3 sætin. Að lokinni spilamennsku á laugardaginn verður boðið upp á léttar afmælisveitingar. Hvetjum fólk til að mæta og fagna afmæli Bridgesambands Íslands

                                                            ..

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar