Sveit Plastprents Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2008
sunnudagur, 2. mars 2008
Sveit Plastprents varð Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2008. Þær leiddu frá upphafi móts og litu aldrei tilbaka. Íslandsmeistarar 2008 eru: Arngunnur Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Soffía Daníelsdóttir.
Til hamingju!