BRIDGEHÁTÍÐ 2008

laugardagur, 19. janúar 2008

Bridgehátíð 2008 verður haldin dagana 14-17. febrúar næstkomandi á Hótel Loftleiðum. Skráning er þegar hafin og er í fullum gangi, hægt er að skrá sig síma 587-9360
og hér í tvímenninginn 14.-15.feb og sveitakeppnina 16.-17.feb

Sjá skráningarlista í tvímenninginn og sveitakeppnina

NÝ HEIMASÍÐA ICELANDAIR OPEN


Stjörnustríð verður miðvikudagskvöldið 13.febrúar að Hótel Loftleiðum.
Ákveðið hefur verið að hafa 2 verðflokka í Stjörnutvímenningnum
40 þúsund fyrir heimsklassa par, þá eru dregin pör eingöngu úr þeim flokki
20 þúsund fyrir landsliðsklassa par, þá eru dregin pör eingöngu úr þeim flokki
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í sveitakeppninni og einnig 3 efstu sætin í bötlertvímenning 
Aðeins 14 sæti eru til sölu í þetta skemmtilega mót  - fyrstir koma fyrstir fá.

Keppnisgjald í stjörnustríð: 40.000 og 20.000  á parið
Keppnisgjald í tvímenning: 15.000 á parið
Keppnisgjald í sveitakeppni: 30.000 á sveitina

Á fimmtudeginum 14.febrúar frá kl. 13-16 í Blómasal  Hótel Loftleiða verða landsleikir mili Íslands, USA og 2ja sveita frá Noregi. Heimsmeistarar Norðmanna og Norðurlandameistarar kvenna

Keppendur sem skrá sig eru vinsamlega beðnir um að gefa upplýsingar um nöfn, heimilisföng og kennitölu vegna greiðslu keppnisgjalds. Best er að þeir sem hyggja á þátttöku millifæri keppnisgjaldið áður en þátttaka er hafin, til að minnka álag á innheimtu á spilastað. Hægt er að leggja keppnisgjald inn á banka 0115 - 26 - 5431 og koma þarf skýrt fram fyrir hvað er greitt og hver framkvæmir greiðsluna. Kennitala BSÍ er 480169 4769. 
Þrír úr hópi norsku heimsmeistaranna verða meðal gesta í ár en þeir hafa nánast verið árlegir gestir hér um árabil.
Hjördís Eyþórsdóttir í bandaríska landsliðinu kemur að venju, en nú með sitt lið sem keppti á heimsmeistaramótinu í Kína 2007.

Hátíðarkvöldverður verður í Víkingasal Hótels Lofleiða föstudaginn 15.febr. kl. 20:00
Veislustjóri verður ... og er verðinu haldið í algjöru lágmarki aðeins 5.500
Verðlaunaafhending fyrir Stjörnutvímenning og tvímmening verður á meðan borðhaldi stendur.
Þeir sem vilja vera með í þessum frábæra kvöldverði eru beðnir um láta skrifstofu BSÍ vita.

Heimasíða Icelandair Open   Beinar útsendingar á Bridgbase allan tímann-sjá dagskrá

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar