Ný mótaskrá komin út!
Búið er að gefa út mótaskrá BSÍ fyrir tímabilið 2007-2008.
Tímasetningar móta eftir áramót gætu tekið breytingum eftir stjórnarfund BSÍ 5. september og/eða eftir ársþing BSÍ 21. október.
Svæðaformenn eru beðnir um að senda á bridge@bridge.is tímasetningar svæðamóta og annarra móta, sem allra fyrst móta fyrir áramót.
Einnig væri gott að láta skrifstofu BSÍ vita ef breytingar hafa orðið á spiladögum eða tengiliðum/formönnum félaga.
Athygli er vakin á því að miðað við þessa mótaskrá verða úrslit Íslandsmóts í sveitakeppni í kringum sumardaginn fyrsta en ekki páskana.
Allar ábendingar varðandi mótaskrána er vel þegnar.
Góðar stundir við græna borðið í vetur!