ÚRSLIT ÍSLANDSMÓTSINS Í SVEITAKEPPNI

föstudagur, 6. apríl 2007

Úrslitakeppni fjögurra efstu sveita verður háð laugardaginn 7. apríl á Hótel Loftleiðum. Spilamennskan hefst klukkan 11:00 og þá mætast sveitir Eykt og Myndform annars vegar og Karl Sigurhjartarson - Grant Thornton hins vegar. Þessar fjórar sveitir enduðu í efstu sætunum og taka stigin með sér í úrslitakeppnina. Önnur umferð hefst klukkan 13:45 og þá mætast sveitir Myndforms og Karls Sigurhjartarsonar annars vegar og Grant Thornton og Eykt hins vegar. Í síðustu umferðinni sem hefst klukkan 16:30 spila sveitir Myndform og Grant Thornton annars vegar og Eykt og Karl Sigurhjartarson hins vegar. Áhorfendur sérstaklega velkomnir, þar sem fylgst verður með viðureignum sveitanna í sýningarsal. Mótslok veða um 19:00. Þeir sem ekki komast á spilastað, geta fylgst með úrslitunum á vefnum bridgebase.com .

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar