ÆSISPENNANDI LOKASPRETTUR Á ISLM. Í TVÍM. 2007

mánudagur, 23. apríl 2007

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu sigur á Íslandsmótinu í tvímenningi sem haldið var helgina 20.-21. apríl eftir æsispennandi lokasetu. Jón Baldursson varð Íslandsmeistari í tvímenningi 4 ár í röð en 21 ár eru síðan hann vann til þessa titils síðast. Fyrir lokaumferðina munaði aðeins 0.5% skori á fimm efstu pörunum og öll þau pör komu til greina sem Íslandsmeistarar. Jón og Þorlákur náðu góðum árangri í lokasetunni sem dugði þeim í efsta sætið en Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal hrepptu annað sætið, einnig eftir góða lokaumferð. Lokastaða efstu para varð þannig:

1. Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson                      315,2
2. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal                      296,4
3. Ásmundur Pálsson - Guðm. Páll Arnarson           280,3
4. Guðmundur Halldórsson - Hermann Friðriksson  265,9
5. Daníel M. Sigurðsson - Erlendur Jónsson            259,2

ísltví2007
Verðlaunahafar sáttir eftir æsispennandi lokabaráttu

Nánar - sjá heimasíðu mótsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar