SR-GROUP MEÐ ÖRUGGAN SIGUR Á ÍSLM. KV. Í SVK. 2007
Sveit SR-Group vann öruggan sigur á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem fram fór helgina 3.-4. mars. Sveit SR-Group var með forystu allan tímann og þegar upp var staðið, var sveitin með 26 stiga forystu á annað sætið. Spilarar í sveit SR-Group, sem jafnframt unnu sér rétt til að skipa kvennalandslið Íslands á NM í sumar, voru Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Anna Ívarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Lokastaðan í mótinu varð þannig:
1.
SR-Group
181
2.
Umbúðamiðlun ehf.
155
3. Plastprent
hf.
155
4.
Conis
150
5.
Smárinn
144
6. Sparisjóður
Kópavogs 137
7. Guðnú
Guðjónsdóttir
121
8. Bryndís
Þorsteinsdóttir
102
9.
Sigurrós
81
Heimasíða Íslandsmóts kvenna í sveitakeppni 2007
Af þeim sem spiluðu alla leikina, enduðu Ragnheiður-Hjördís og Arngunnur Jónsdóttir-Guðrún Kr. Jóhannesdóttir efstar með +1,13 impa skoraðan í spili, en Ljósbrá endaði efst með 4 spilaða leiki af 9 með 1,43 impa í spili.
Íslandsmeistarar kvenna í sveitakeppni 2007:
Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Ljósbrá
Baldursdóttir,
Guðrún Óskarsdóttir ásamt Guðmundi Baldurssyni forseta BSÍ.
Einnig spilaði Anna Ívarsdóttir í sveitinni.