ÖRUGGUR SIGUR GRÍMSBRÆÐRA Á ÍSLM. YNGRI SPILARA

sunnudagur, 18. mars 2007

Sveit Grímsbræðra vann öruggan sigur í Íslandsmóti yngri spilara í sveitakeppni, fékk 119 stig í 6 leikjum. Spilarar í sveit Grímsbræðra voru Grímur Kristinsson, Guðjón Hauksson, Inda Hrönn Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Þátttakan í ár var frekar dræm, aðeins fjórar sveitir kepptu um titilinn að þessu sinni. Lokastaðan varð þannig:

1. Grímsbræður                 119
2. Fjörðurinn fagri              95
3. Ein með öllu                    93
4. Teknó - tæfurnar           45

yngrispilarar-sveitó 2007
Grímsbræður sælir með sigurinn! Grímur Kristinsson, Inda Hrönn Björnsdóttir,
Guðjón Hauksson og Jóhann Sigurðarson ásamt forseta BSÍ Guðmundi Baldurssyni.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar