NORSKIR SIGRAR Á BRIDGEHÁTÍÐ
Norðmenn voru áberandi í verðlaunasætum Bridgehátíðar, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni. Jan Petter Svendsen og Erik Sælensminde náu þeim sjaldgæfa áfanga að fagna sigri í báðum keppnum. Keppnin um efsta sætið var jöfn og skemmtileg og skiptust mörg pör um að verma toppsætið sem kom í lokin í hlut Norðmannanna. Ásmundur Pálsson sýndi það og sannaði að hár aldur er honum lítt til trafala við græna borðið, því hann náði öðru sætinu með Guðmundi Páli Arnarssyni. Lokastaða efstu para varð þannig:
1. Jan Petter Svendsen - Erik
Sælensminde
57,60%
2. Ásmundur Pálsson - Guðmundur Páll
Arnarson
56,68%
3. Andrew McIntosh - Graham
Orsmond
56,55%
4. Bjarni H. Einarsson - Sigurbjörn
Haraldsson 56,47%
5. George Mittelman - Arno
Hobart 55,71%
6. P.G. Eliasson - P.O.
Sundelin
55,36%
7. Ómar Olgeirson - Kristján
Blöndal
55,26%
Norska sveitin Hauge náði að landa sigri í sveitakeppninni eftir æsispennandi toppbaráttu. Spilarar í þeirri sveit voru Rune Hauge, Tor Helness, Jan Petter Svendsen og Erik Sælensminde. Athygli vekur þó hvað sveitakeppnin vinnst á lágu skori, algengt er að sveitin í efsta sæti endi með um eða yfir 200 stig. Skorið sýnir hins vegar glögglega hve keppnin var hörð um fyrsta sætið. Lokastaða efstu sveita varð þannig:
1.
Hauge
189
2. Team
Griffin
184
3.
Eykt
183
4. Young Guns
II
179
5.
Quantum
177
6. Sölufélag
garðyrkjumanna
175