LETTAR Í FORYSTU

föstudagur, 16. febrúar 2007

Nú er lokið 10 umferðum af 23 í tvímenningskeppni Bridgehátíðar og í síðustu umferð fyrsta spiladagsins náðu Lettarnir Ivars Rubenis og Ugis Jansons forystunni. Að öðru leyti er hörð barátta um efstu sætin, en það vekur athygli að útlendingar skipa fjögur efstu sætin og norsku félagarnir Eric Sælensminde og Boye Brogeland eru í öðru og þriðja sæti. Stað efstu para er þannig að loknum 10 umferðum:

1. Ivars Rubenis - Ugis Jansons                        60,41%
2. Jan Petter Svendsen - Eric Sælensminde     59,81%
3. Simon Gillis - Boye Brogeland                        59,71%
4. Sam Lev - Reese Milner                                59,60%
5. Bjarni Einarsson - Sigurbjörn Haraldsson     58,86%
6. Andrew McIntosh - Graham Orsmond          58,35%
7. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal               58,00%
8. Björn Friðriksson - Björn G. Friðriksson        57,78%

Fyrr um daginn var spilaður 16 spila leikur milli sveitar Zia Mahmood og Íslenska landsliðsins og þar mátti sigur Zia varla verið naumari, því leikurinn endaði með þriggja impa sigri sveitar Zia, 41-38. Um tíma blés þó ekki byrlega fyrir Íslenska landsliðinu, því um tíma náði Zia 30-0 impa forystu. Leikurinn var sýndur beint á Bridgebase og áhorfendur þar að vonum óvenjumargir.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar