GLÆSIMÁLTÍÐ Í PERLUNNI

fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Bridgesamband Íslands hefur pantað mat fyrir 100 manns í Perlunni, eftir lok tvímenningskeppninnar föstudaginn 16. febrúar klukkan 19:30.

Boðið er upp á glæsilega fjögurra rétta máltið fyrir 4.990 krónur án víns.
Þar sem sætafjöldi er takmarkaður, eru spilarar beðnir um að skrá sig hjá BSÍ með nafni, símanúmeri og greiða miðann á reikning BSÍ, 0115 - 26 - 5431 en kennitala BSÍ er 480169 4769.
Tilvalið er að taka makann með.

Til hagræðingar er hægt að skrá sig í síma 587 9360 eða senda póst á bridge@bridge.is og skrá sig þar. Vissara að skrá sig sem fyrst, því húsrúm er takmarkað.