ÚRSLIT BIKARKEPPNI BSÍ

laugardagur, 16. september 2006

Úrslit bikarkeppni BSÍ verða spiluð helgina 23.-24. september í húsnæði BSÍ að Síðumúla 37. Í undanúrslitum verða spiluð 48 spil og eigast þar við sveitir Garða og véla-Þriggja frakka annars vegar og hins vegar sveitir Orkuveitarinnar- Hermanns Friðrikssonar. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 11:00 þann 23. september og lýkur upp úr klukkan 18:00.
Úrslitaleikurinn verður 64 spil á milli þeirra sveita sem bera sigur úr býtum í áðurnefndum viðureignum. Spilamennskan í úrslitaleiknum hefst klukkan 11:00 sunnudaginn 24. september en lýkur upp úr klukkan 20:00. Stefnt er að því að sýna frá báðum borðum á Bridgebase í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir og hvattir til að fylgjast með skemmtilegum viðureignum.

Garðar og vélar: Símon Símonarson, Rúnar Magnússon, Einar Jónsson, Sigurður Vilhjálmsson, Júlíus Sigurjónsson, Eiríkur Hjaltason

Þrír frakkar: Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Steinar Jónsson, Valur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Stefán Jónsson   

Orkuveitan: Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon, Hermann Lárusson, Þröstur Ingimarsson, Sigfús Örn Árnason, Friðjón Þórhallsson

Hermann Friðriksson: Hermann Friðriksson, Vilhjálmur Sigurðsson jr, Jón Ingþórsson, Erlendur Jónsson, Daníel Már Sigurðsson, Hlynur Angantýsson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar