NÝ MÓTASKRÁ

fimmtudagur, 7. september 2006

Mótaskráin fyrir tímabilið 2006-2007 er komin út og má finna hér til vinstri á síðunni og einnig hér.

Breyting 14.sept 2006: Leiðréttar dagsetningar á Íslandmótinu í sveitakeppni, Kjördæmamót 12-13. maí og paratvímenningur 26-27. maí.

Breyting 8.sept 2006: Deildakeppnin 7.-8. október og 28.-29. október. Breyting gerð vegna Champions Cup á Ítalíu þar sem 10 efstu þjóðir á Evrópumótinu taka þátt. Einnig vegna Nationals í USA. Íslandsmót kvenna í tvímenning 14.-15. október.


Athugið að fyrirkomulagi Íslandsmóts í tvímenningi verður e.t.v. breytt á ársþinginu. Fylgist með hér á síðunni þegar mótaskráin verður uppfærð!

Nýtt mót verður í byrjun desember, Íslandsmót í bötlertvímenningi og hugmyndir eru um Íslandsmót í sagnkeppni en tímasetning á því móti gæti breyst.

Enn vantar svæðamót og önnur mót í mótaskrána. Formenn svæðasambanda eru beðnir að hafa samband sem fyrst við skrifstofu BSÍ , í síma 587-9360 eða bridge@bridge.is

Ef lesendur finna villur/breytingar í mótaskránni endilega koma þeim á framfæri til skrifstofu BSÍ, í síma 587-9360 eða bridge@bridge.is

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar