Bridgehátíð Flugleiða

sunnudagur, 19. febrúar 2006

Bridgehátíð lauk með sigri sveitar Young Guns sem endaði með 204 stig, eða 20,4 stig að meðaltali í leik. Baráttan um fyrsta sætið stóð aðallega á milli Young Guns og Vinabæjar. Sveit Young Guns vann sveit Garða og véla í lokaleiknum 17-13 á meðan sveit Vinabæjar vann sveit Eyktar með sama stigamun.
Fyrir lokaumferðina hafði sveit Young Guns þriggja stiga forystu og hélt henni með þessum úrslitum. Spilarar í sveit Young Guns voru Kasper Konow, Sejr Andreas Jensen, Ómar Olgeirsson, Stefán Jónsson og Ísak Örn Sigurðsson. Spilarar í sveit Vinabæjar voru Þröstur Ingimarsson, Hermann Lárusson, Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon, Sigtryggur Sigurðsson og Runólfur Pálsson. Lokastaða efstu sveita varð þannig:

1.  Young Guns                204
2.  Vinabær                      201
3.  Garðar og vélar          180
4.  Piotr Tuszynski           179
5.  Grant Thornton          178
5.  Shell USA                    178
7.  Fuglur & filur               175
7.  Allianz                         175
9.  Eykt                            174
10. Esso                           172
11. Ferðaskrifstofa Vl.     172
12. Janet de Botton         171

Sveitakeppni Bridgehátíðar

Sjá myndir úr mótinu hér

Young Guns

Young Guns: Stefán Jónsson, Sejr Andreas Jensen, Ísak Örn Sigurðsson,
Ómar Olgeirsson og Kasper Konow

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar