Jafnt á sunnudögum B.A.

sunnudagur, 15. janúar 2006
Síðustu tvo sunnudaga hjá Bridgefélagi Akureyrar hefur verið mikil barátta um efstu sætin og úrslit ekki ráðist fyrr en í síðasta spili. Þann 8.janúar fór svo:
1. Sveinbjörn Sigurðsson - Gissur Gissurarson +5
2.-3. Víðir Jónsson - Brynja Friðfinnsdóttir +3
2.-3. Reynir Helgason - Stefán Vilhjálmsson +3
Sunndaginn 15.janúar var ekki síður jafnt:
1. Jón Sverrisson - Hans Viggó Reisenhus +13
2. Gissur Gissurarson - Gissur Jónasson +11
3. Víðir Jónsson - Stefán Sveinbjörnsson +10
Jón og Viggó þurftu að taka á honum stóra sínum og fara í 6NT, sem unnust með því að svína fyrir drottningu, í síðasta spilinu á móti Víði og Stefáni!
Þrátt fyrir að margir hefði spilað bæði þessi kvöld var enginn að spila við þann sama og síðast svo fjölhæfni spilara B.A. er greinilega mikil.
 Að lokum minnum við á Svæðamót N-E í sveitakeppni sem fram fer á Akureyri dagana 28. og 29. janúar.
Víðir í manndrápshug :-)
BA 1
Sveinbjörn kampakátur:
BA 2
Björn sýnir Stebba Sveinbjörns hvernig á að spila úr:
BA 3

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar