Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

fimmtudagur, 6. október 2005

Ísak Örn Sigurðsson er bridgefélögum að góðu kunnur og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Bridgesambandið í gegnum tíðina. Hann gegndi á sínum tíma stöðu framkvæmdastjóra BSÍ árin 1988-90. Síðan hefur hann fengist við ýmis störf við blaðamennsku og almannatengsl. Bridgesamband Íslands býður Ísak velkominn til starfa og væntir góðs af samstarfinu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar