Sveitin Pálmatré vann 3ja kvölda sveitakeppni BH!

þriðjudagur, 12. október 2021

Sveitin Pálmatré vann 3ja kvölda sveitakeppni BH sem lauk í kvöld.  Fyrir Pálmatré spiluðu Helga Helena Sturlaugsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen, Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir.
Þær enduðu með 124,95 stig í 9 umferðum og voru rúmum 12 stigum á undan sveit Jörga litla sem endaði í 2. sæti með 112,66 stig. Í 3ja sæti varð sveit Formannsins með 109,11 stig.

3ja kvölda sveitakeppni BH

Næsta keppni BH eru 2 einskvölda Butler tvímenningar þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn samlagt úr báðum kvöldunum.