Fundagerðir
Aðalfundur Bridsfélags Hafnarfjarðar haldinn í Gamla Vínhúsinu föstudaginn 26. Apríl 2013 kl. 18.
Mættir voru: Sigurjón, Atli, Helga Ólafur, Harpa Fold, Hulda, Sverrir, Pétur, Erla, Guðni, Pálmi, Indriði, Dröfn og Ásgeir
Sigurjón setti fundinn og ritari var kosin Helga Bergmann
Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og hún samþykkt.
Farið var yfir veturinn og lýsti Sigurjón yfir óánægju með lakari mætingu en í fyrra. Að meðaltali var spilað á 9-10 borðum.
Atli gjaldkeri fór yfir ársreikning sem var samþykktur athugasemdalaust.
Engum var afhentur Reynisbikarinn að þessu sinni þar sem ekki þótti að neinn af félagsmönnum hefði skarað fram úr, framar öðrum í ár.
Ný stjórn var kosin þar sem enginn úr fyrri stjórn gaf kost á sér áfram.
Eftirtaldir voru kosnir: Pétur Sigurðsson sem formaður, Ólafur Þór Jóhansson sem gjaldkeri, meðstjórnendur: Erla Sigurjónsd. Harpa Fold Ingólfsdóttir og Sigurjón sem gaf kost á sér sem meðstjórnandi.
Til vara: Ásgeir Ásbjörnsson og Dröfn Guðmundsdóttir
Í Reynisbikarnefnd voru kosin Helga Bergmann og Guðni Ingvarsson
Í Reykjanesnefnd var kosinn, Ásgeir Ásbjörnsson
Skoðunarmenn reikninga: Pálmi Steinþórsson og Indriði Guðmundsson
Nefnt var að Færeyjingar hefðu komið með beiðni um að fá að halda kjördæmamótið í Færeyjum. Verður það rætt frekar síðar.
Atli nefndi að hann hefði starfað með 6 formönnum og af þeim hefðu 3 hætt að spila brids!
Mikið gekk á og lá við að húsið brynni. Sem betur fer þá var slatta sullað niður af rauðvíni og kaffi svo húsið stóð enn eftir að við fórum J
Fundi slitið kl. 20:30
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar