Hrossakjötsmótið verður í apríl og maí.
miðvikudagur, 23. mars 2022
Hrossakjötsmótið á Hala í Suðursveit vaknar aftur til lífsins með það miklum látum að það þarf að dreifa því á tvo mánuði. Það mun fram fara helgina 30 apríl og 01. maí. Það mun þó verða með hefðbundnum hætti hvað spil, gistingu, mat og drykk varðar. Lengra að komnir mæta föstudaginn 29. apríl í dýrindis kvöldmáltíð og upphitunartvímenning.
Mótið sjálft hefst síðan á laugardeginum kl. 14:00 og spilað fram á kvöld, með matar/kaffihléi þó. Á sunnudeginum verður spilað frá kl. 10:00 til c.a. 14:30. HEIMFERÐ EFTIR ÞAÐ.
Mótsgjald kr. 3000
Tveggja manna herbergi m/morgunverði: Ein nótt: 14.000, tvær nætur 20.000
Eins manns herbergi m/morgunverði: Ein nótt: 9.000, tvær nætur: 12.000.
Halahangikjöt á föstudagskvöldinu: 1850 kr.
Kjötsúpa í hádegi á laugardegi: 1850 kr.
Hrossakjötsveisla, bleikja og kaffiveitingar á meðan á mótinu stendur 7000 kr.
Skráning og gisting: hali@hali.is
Skráning og gisting: hali@hali.is