Hausttvímenningur BK heldur áfram á fimmtudögum.

miðvikudagur, 22. september 2021

Hausttvímenningur BK heldur áfram næstu fimmtudaga kl. 19:00. Aðeins var spilað á 5 borðum fyrsta kvöldið en vonast er til að þátttakan tvöfaldist á morgun þegar annað kvöldið af þremur verður spilað. Mótið er sett upp sem 3 stök kvöld og geta ný pör því mætt og allir velkomnir. Heimasíða BK er væntanleg inn á þessa nýju síðu Bridgesambandsins.
Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar