Sveinn Rúnar og Gummi Snorra unnu BBO-VOR-Butlertvímenning BR

þriðjudagur, 5. maí 2020

Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í kvöld með 4ða og síðasta kvöldinu í 4ra kv. BBO-VOR-Butlertvímenningnum. Sveinn Rúnar Eiríksson og Guðmundur Snorrason skoruðu vel í kvöld með 46,81 impa og María Haraldsdóttir Bender og Harpa Fold Ingólfsdóttir komu næstar með 46,80 impa. Sveinn og Guðmundur unnu hinsvegar samanlagt með 111,4 impa en Harpa og María komu næstar af þeim pörum sem spiluðu öll kvöldin með 91,11 impa. Þeir félagar fá að launum gistingu í 2 nætur og þátttökugjaldið á Halamótinu á næsta ári.

BR þakkar kærlega fyrir þennan skrýtna vetur og ekki sýður fyrir góða þátttöku síðustu 8 þriðjudaga sem við spiluðum á BBO. Þar var spilað á 18-20 borðum.

HEIMASÍÐAN

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar