Rangæingar -- Grettir sterki
Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni í Rangárþingi. Til leiks mættu 6 sveitir.
Spilastjóri raðar pörum saman í sveitir eftir hávísindalegum, þrautreyndum og ISO-vottuðum aðferðum. Gott ef Svansvottun leynist ekki þar lika. Yfir vötnum svífur svo andi jafnréttis og bræðralags, allt til að reyna að búa til sem jafnastar sveitir.
Sveitirnar fá svo hljómmikil nöfn, þetta áríð í anda Íslendingasagna.
Grettir sterki byrjar vel. Lagði Víga-Glúm að velli 16-4. Einhver benti á að nær hefði verið að nefna sveitina Garðar sterki, þar sem Garðar Selfyssingur lagði sveitinni lið í fyrstu umferð, með þessum góða árangri.
Hrafnkell freysgoði átti líka ágætan sprett. Unnu Hallfreð vandræðaskáld 12-8.
Skallagrímur, sem heitir í höfuðið á spilastjóra (eða kannki meira ofan af höfðinu á spilastjóra) og Finnbogi rammi áttust svo við en skildu nokkuð jafnir að sænskri jafnaðarsýn 11-9. Kemur ekki s.s. ekki á óvart. Svavar Hauksson Skallagrímsmaður, dvelur langdvölum í Svíþjóð og vildi hafa úrslitin svona. Taldi þessi úrslit alveg Jytte bra!
Butlerkóngar kvöldins voru krýndir Sigfinnur og Björn, 0,87 impar
Butlerprinsar urðu Sigurður og Gílsi, 0,74 impar.
Butlergosar Örn og Eiríkur með 0,72 impa.
Úrslit fyrstu umferðar og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér
Butler í fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér
Staðan í butlernum sést svo hér