Patton-Sveitakeppni að byrja í BR

sunnudagur, 12. janúar 2020

Næsta á dagskrá hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er svokölluð Patton-sveitakeppni, þriggja kvölda. Þá er bæði venjulegur impasamanburður og síðan eru gefin 2 stig fyrir hvert spil sen önnur sveitin hefur betur í eða 1 stig á hvora sveit ef spilið fellur. Ef spil "fellur" í impasamanburði getur önnur sveitin þó fengið stigin tvö, ef spilið fellur t.d. 100/110.
Líklega tíu spila leikir. Fer þó eftir fjölda sveita.

Skráning hjá hjá Þórði á Fb. (messenger) eða Dennu s. 864-2112 (sms) Allir velkomnir.  

Skráning opin til kl. 19:00 á þriðjudaginn

HEIMASÍÐAN

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar