Sveit Hjálmars vann Hraðsveitakeppni BK nokkuð örugglega
föstudagur, 15. mars 2019
Þriðja og síðasta kvöldið í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Hjálmars Pálssonar sigraði með 1792 stig, 81 stigi meira en næsta sveit.
Þar sem salurinn í Gjábakka verður upptekinn næsta fimmtudag verður spilað í Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Byrjað kl. 19:00 eins og venjulega. Spilaður verður Butler-tvímenningur, 7 umferðir, 28 spil alls. Efstur pörin sem skráð eru í BK og BH munu síðan skera úr um það hvor Bærinn er betri í bridds.