Bæjakeppni Hafnarfjarðar og Kópavogs á fimmdudaginn
þriðjudagur, 19. mars 2019
Bæjakeppni Kópavogs og Hafnarfjarðar fer fram fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 19:00 Spilaður verður butler-tvímenningur, sjö umferðir eftir monrad, fjögur spil í umferð. Fimm efstu pör frá hvoru félagi munu gilda í Bæjakeppninni. Nýr farandbikar verður afhentur í fyrsta skipti og auk þess góð verðlaun fyrir efstu pör.
Keppnin fer fram á spilastað Hafnfirðinga, Hraunseli, Flatahrauni 3.
Öllum frjálst að mæta en keppnisstjóri mun merkja þau pör sem tilheyra hvoru félagi fyrir sig.