Gestasveit Gosa vann Reykjanesmótið en liðsmenn Mercury eru Reykjanesmeistarar
sunnudagur, 24. febrúar 2019
Reykjanesmótið í sveitakeppni var spilað nú um helgina. Níu sveitir kepptu um átta sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins en alls mættu ellefu sveitir til leiks. Gestasveit Gosa vann mótið nokkuð örugglega en sveit Mercury er Reykjanesmeistari þar sem 2/3 eða fleiri spilara í þeirri sveit eru í skráðir í briddsfélög á svæðinu. Reykjanesmeistarar eru þeir Július Snorrason, Eiður Mar Júlíusson, Bernódus Kristinsson, Ingvaldur Gústafsson og Ragnar Björnsson.
Silfurstigin koma á heimasíðuna á morgun.