Suðurlandsmótið í sveitakeppni - Heimasíða mótsins
Einkar jöfnu og spennandi Suðurlandsmóti í sveitakeppni lauk á fimmta tímanum í dag með sigri þokkapiltanna í sveit TM-Selfossi. Allt þokkafullir piltar. Sveitina skipuðu í fríðleiksröð, Kristján Már Gunnarsson, Gunnlaugur Sævarsson, Björn Snorrason og Guðjón Einarsson.
Í öðru sæti varð sveit piltanna prúðu í sveit Rangæinga. Þessir drengir mæta alltaf prúðbúnir til leiks og sitja prúðir og stilltir við borðið. Sveitina skipuðu í prýðisröð, Helgi Hermannsson, Brynjólflur Gestsson, Torfi Jónsson og Sigurður Skagfjörð.
Í þriðja sæti urðu stórbændurnir í sveit Íslensks landbúnaðar. Þeir voru á toppnum eftir fyrri dag, með sæmilegt forskot en mættu, eins og íslenskur landbúnaður, nokkru andsteymi í dag og sigu rólega niður í 3ja sæti. Sveitina skipuðu, í stærðarröð, Höskuldur óðalsbóndi Gunnarsson, Sigfinnur stórbóndi Snorrason, Sveinn góðbóndi Ragnarsson og Sigurður kotbóndi Björgvinsson.
Úrslit mótsins og einstakra leikja má sjá hér
Butler
1. umf. 2. umf. 3. umf. 4. umf. 5. umf. 6. umf. 7. umf
Lokastaðan í Butler er hér