Sveit Vestra með 4,69 stiga forystu í Kópavogi
Þegar aðeins er eftir að spila eina umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Vestra með 208,86 stig en sveit Þóru Hrannar er með 204,17 í öðru sæti. Þar sem sveit Garðs Apóteks fyllti upp í yfirsetuna á öðru kvöldi þurftu tvær sveitir, þ.a.m. sveit Vestra að sitja yfir fyrsta kvöldið en aðrar sveitir sluppu alveg við yfirsetu. Ef sveitir sem lenda í þessu skora hærra en 12 stig að meðaltali í öðrum leikjum sínum eiga þær rétt á að fá það skor fyrir yfirsetuna og þar sem Vestri hefur skorað 14,92 að meðaltali í öðrum leikjum fá þeir þá tolu fyrir yfirsetuna.
Allt um þetta á HEIMASÍÐUNNI
Næsta fimmtudag er síðasta umferðin spiluð og síðan léttur tvímenningur á eftir fyrir þá sem vilja.