Rangæingar -- Fátt óvænt
Sl. þriðjudag urðu fagnaðarfundir á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, þegar við fallega fólkið settumst að spilum á nýju spilaári. Til leiks mættu 9 pör, sem er með allra minnsta móti. Við teljum þó bersýnilegt að skýringin liggi í að menn séu mislengi að smala fé sínu saman enda gömul saga og ný að menn eiga mis mikið af því. Ef talin eru með þau pör sem eru í óskiladilknum, sýnist okkur að við verðum á 7 borðum í vetur. Sérstök ástæða var til að gleðjast í gær, þar sem til leiks mætti nýtt par sem stóð sig framar vonum. Þeirra fyrsta keppniskvöld en þrátt fyrir það skutu þeir aftur fyrir sig þremur pörum, sem eru þó búin að spila bridge eitthvað lengur. Velt gert drengir!
Að öðru leyti kom fátt á óvart í úrslitum kvöldsins. BerserkjaBjörn fékk Eyþór sinn með mjólkurbílnum frá Selfossi og unnu þeir kvöldið með 64,6% skor. Í öðru sæti urðu svo Torfi Austmann og Sigurður Strandajarl með 61,1% skor. Þriðju inn urðu 3ja granda sérfræðingarnir Siggi og Sigurjón með 60,4% skor. Aðrir fengu minna.
Úrslit og spil frá í gær má svo sjá hér