Lið Reykjavikur unnu Kjördæmamótið 2018 með 496,38 stig, fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig og í þvi því þriðja voru gestgjafarnir á Norðurlandi vestra með 383,12 stig Sjá nánar um Kjördæmamótið hér vinstra megin
Endanleg bronsstigastaða Bridgefélags Kópavogs veturinn 2017-2018 er komin á HEIMASÍÐUNA Eins og áður hafði komið fram á Fb-spjallinu er Julius Snorrason bronsstigameistari 2017-2018 með 420 stig.
Bronsstigameistari Bridgefélags Reykjavíkur veturinn 2017-2018 er Matthias Gísli Þorvaldsson með 304 stig, 42 stigum meira en hans fasti maker Aðalsteinn Jorgensen.
Einmenningur var spilaður á fimm borðum í kvöld. Skúli Skúlason bar sigurúr býtum með 60,2% skor. HEIMASÍÐAN Bridgefélag Reykjavíkur þakkar öllum þeim er mættu til spilamennsku í vetur.
44 pör taka þátt í árshátíð kvenna á Fosshóteli.
Starfsemi Bridgefélags Kópavogs lauk þetta vorið með Vortvímenningi þar sem Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson báru sigur bítum með 115,3 stig sem er samanlögð prósentuskor tveggja kvölda.
Nú eru öll bronsstig vetrarins hjá Bridgefélagi Reykjavíkur komin á HEIMASÍÐUNA.
Fimmta og síðasta kvöldið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi. Sveit Hótels Hamars hélt út og sigraði með að lokum með 12 stiga mun eftir tvö jafntefli og 17,68 sigur í síðustu umferðinni.
Nýjasta bronstigastaðan hjá Bridgefélagi Kópavogs er komin á HEIMASÍÐUNA Síðasta spilakvöld vetrarins verður fimmtudaginn 03. maí. Allir velkomnir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar