Rangæingar -- Lúðrasveitin
Sl. þriðjudag settumst við Rangæingar að spilum að vanda, lékum 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins.
Saxófónmenn eru hreinlega óstöðvandi. Blásturinn er svo kröftugur að engu er líkara en leikið sé á túpu, fremur en saxófón þegar þeir spila. Alla vega eru þeir ekki með kurteislega þverflautu, það er ljóst. Morgan litli Kane fékk að kenna á blæstrinum á þriðjudaginn. Kane hélt lengi vel í við hinn ógnvænlega lúður en missti leikinn í naumt tap í síðustu spilinum. Þar með situr gljáfægt saxið þægilega í efsta sæti.
Litli Jón ætlaði sér að minnka bilið á toppnum þegar þeir mættu botnsveit Njálssona. En þeir Brennu-Njáls menn reyndust engan veginn útbrunnir, þó þeir komi frá Bergþórshvoli og úr varð stórmeistarajafntefli, þó heldur Njálssonum í hag.
Sæfinnur sjókall er enn stjórnlítill á reki en kapteinninn hefur ekki sést í tvær vikur, varð eftir á hafnarknæpu í Hull síðustu siglingu. Það er gömul saga og ný, hent margan manninn. Sjókallinn hefur þó reynt eftir mætti að stýra upp í og héldu jöfnu í botnslagnum við Bangsímon.
Af Mikka ref er það að segja að hann sat úti í horni í yfirsetu. Þáði 12 stig fyrir það og heldur 3ja sætinu þar með. Sveitin lék innbyrðis í butlernum. Annar vængurinn fór ekki vel með hinn í þeirri orrahríð og sannaðist þar með hið forkveðna að enginn er annars bróðir í leik.
Úrslit og stöðu í sveitakeppninni eftir 5 umferðir má sjá hér