Bernódus og Ingvaldur unnu Monradtvímenning BK
fimmtudagur, 18. janúar 2018
Þriðja og síðasta kvöldið í Monradtvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson náðu besta skori kvöldsins með 61,2% en Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson sigruðu samanlagt með 175,1 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur. Allt um það á HEIMASÍÐUNNI
Aðaltvímenningur BK hefst síðan eftir tvær vikur, fimmtudaginn 01. febrúar kl. 19:00
Mikilvægt er að skrá fyrirfram því eftir að mótið hefur verið sett af stað er ekki hægt að bæta við pörum.